HK og Fjölnir í toppsætunum

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fjölni í kvöld.
Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fjölni í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld og óhætt er að segja að úrslitin hafi verið eftir bókinni. 

Topplið HK átti ekki í miklum erfiðleikum með að vinna stigalaust lið Vals U, 31:18. Þórhildur Braga Þórðardóttir skoraði sex mörk fyrir HK og Sólveig Lóa Höskuldsdóttir gerði slíkt hið sama fyrir Val U. 

Markaskorarar HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 6, Elva Arinbjarna 5, Birta Rún Grétarsdóttir 4, Elna Olof Guðjónsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Karen Kristinsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1, Aníta Björk Bárðardóttir 1

Markaskorarar Vals U: Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 6, Ásdís Ágústsdóttir 5, Vala Magnúsdóttir 3, Ída Stefánsdóttir 2, Isabella Eriksdóttir 1, Margrét Karen Jónsdóttir 1

Fjölnir fylgir HK fast á eftir í deildinni og munar aðeins einu stigi á liðunum á toppnum. Fjölnir hafði betur gegn Aftureldingu í dag, 28:24.

Markaskorarar Fjölnis: Andrea Jacobsen 9, Díana Kristín Sigmarsdóttir 8, Díana Ágústsdóttir 5, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 1, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 1, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1

Markaskorarar Aftureldingar: Telma Rut Frímannsdóttir 7, Jónína Líf Ólafsdóttir 6, Dagný Huld Birgisdóttir 4, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 2, Paula Chirila 2

Loks hafði ÍR betur gegn Víkingi í hörkuleik, 27:26. ÍR er í fjórða sæti deildarinnar en Víkingur í næstneðsta. 

Markaskorarar Víkings: Alina Molikova 13, Sigríður Ólafsdóttir 6, Ásta Agnarsdóttir 3, Steinunn Haraldsdóttir 3, Sophie Klapperich 1

Markaskorarar ÍR: Silja Ísberg 6, Karen Tinna Demian 6, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Jenný Jensdóttir 4, Hildur Leifsdóttir 3, Sigrún Ásgrímsdóttir 2, Auður Pálsdóttir 1 

HK er með 25 stig, Fjölnir 24, KA/Þór 23, ÍR 21 og FH 19 í efstu sætunum en þessi lið berjast um sæti í úrvalsdeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert