Hreiðar Levý kemur heim í sumar

Hreiðar Levý Guðmundsson lék með Akureyri áður en hann fór ...
Hreiðar Levý Guðmundsson lék með Akureyri áður en hann fór til Noregs. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Nú er það endanlega ljóst að handboltamarkmaðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson flytur frá Noregi til Reykjavíkur í sumar. Hann staðfestir þetta í samtali við staðarblað Halden, þar sem hann hefur leikið síðan í apríl á síðasta ári.

Spila heima í nokkur ár enn

Hreiðar sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir tæpum mánuði síðan að það væri líklegt að hann myndi flytja heim í sumar og nú hefur það verið staðfest. Hreiðar ætlar að finna sér félag hér heima til að leika með í Olís-deildinni á næstu leiktíð. 

Markmaðurinn fór vel af stað með Halden áður en hann meiddist á hné og hefur hann ekki spilað síðan um jólin. 

„Ég er búinn að vera með heimþrá og ég vil vera nær fjölsyldunni. Ég er búinn að vera á ferðinni í 12 ár og nú er kominn tími á að koma heim. Ég er mjög ánægður með tímann minn hjá Halden, en að sjálfsögðu var svekkjandi að meiðast," sagði Hreiðar. 

mbl.is