Hafdís tryggði Stjörnunni bæði stigin

Helena Rut Övarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Helena Rut Övarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. mbl.is/Golli

Stjarnan komst í efst sæti Olís-deildar kvenna í handknattleik með naumum sigri, 24:23, á heimavelli gegn Haukum. Hafdís Lilja Renötudóttir, markvörður, tryggði Stjörnunni bæði stigin með því að verja skot á síðustu sekúndum leiksins. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar.

Stjarnan var með yfirhöndina frá upphafi til enda fyrri hálfleiks, tvö til fjögur mörk. Annars var fyrri hálfleikur frekar illa leikinn af hálfu beggja liða. Mikið var um einfönld mistök, s.s. rangar sendingar samherja á milli, ekki síst framan af fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði vel í marki Stjörnunnar í fyrri hálfleik, varði 12 skot og var af öðrum leikmönnum ólöstuðum ástæðan fyrir að Stjarnan gekk með tveggja marka forskot til búningsklefa að loknum fyrri hálfleik, 14:12.

Stjarnan byrjaði illa í síðari hálfleik og skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 11 mínútunum. Meðan gengu Haukar á lagið og náðu þriggja marka forskoti, 18:15. Varnarleikur Hauka batnaði mikið og Elín Jóna Þorsteinsdóttir tók til við að verja á sama tíma. Stemningin var með Haukunum sem virtust vera komnir á bragðið.

Stjarnan beit frá sér og jafnaði metin í 21:21, þegar tíu mínútur voru eftir. Haukar höfðu þá voru nokkuð óksynsamir í sóknarleik sínum um skeið.

Eftir það var leikurinn í járnum allt til enda. Haukar áttu nokkrum sinnum möguleika á að koamst yfir eða jafna leikinn í lokin en leikmenn fóru illa að ráði sínu með óskynsömum og slökum sóknarleik.

Stjarnan 24:23 Haukar opna loka
60. mín. Stjarnan tekur leikhlé
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert