Valur áfram í Evrópukeppninni

Valsmenn fagna sætinu í 8-liða úrslitunum.
Valsmenn fagna sætinu í 8-liða úrslitunum. Ljósmynd/Baldur Þorgilsson

Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskor­enda­bik­ars karla í hand­knatt­leik eftir 24:24 jafntefli við Part­iz­an 1949 frá Tivat í Svart­fjalla­landi í seinni leik liðanna sem er nýlokið í Tivat.

Báðir leikirnir voru spilaðir í Svartfjallalandi en leikurinn í gær var „heimaleikur“ Vals. Þá enduðu leikar 21:21 og fara Valsmenn áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. 

Leikurinn var æsispennandi undir lokin. Hlynur Morthens, markmaður Vals, minnkaði muninn í 23:22, áður en Sveinn Aron Sveinsson jafnaði í 23:23. Valsmenn unnu svo boltann og skoraði Anton Rúnarsson 24. mark Vals. Partizan jafnaði í síðustu sókninni en það breytti litlu og því Valsmenn eru komnir áfram. 

Markaskorarar Vals: Anton Rúnarsson 5, Vignir Stefánsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Josip Grgic 3, Svein Aron Sveinsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Hlynur Morthens 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert