Er í handbolta til að takast á við ögranir

Stephen Nielsen í leik með ÍBV.
Stephen Nielsen í leik með ÍBV. mbl.is/Eva Björk

„Mér líkaði mjög vel í Frakklandi þar sem ég lék í einni bestu deildarkeppni í heiminum,“ sagði Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, spurður um þá reynslu sem hann fékk á síðustu mánuðum liðins ár en hann var lánaður frá ÍBV til franska efstudeildarliðsins Aix.

Stephen fór til Aix um miðjan september og var í herbúðum félagsins fram til áramóta. Ástæðan þessara tímabundnu vistaskipta var sú að um nokkurt skeið voru báðir markverðir Aix frá keppni vegna meiðsla og annar þeirra, Ole Erevik, var frá keppni fram undir jól.

„Það var gaman og virkilega góð reynsla að leika gegn frábærum leikmönnum viku eftir viku. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að ég er að leika handknattleik. Það var sannarlega gott krydd í tilveruna að fá þetta tækifæri. Ég er fyrst og síðast þakklátur ÍBV fyrir að gefa mér frí svo ég gæti tekið boðinu frá Aix. Ég vonast til þess að geta endurgoldið ÍBV greiðasemina með frammistöðu minni á næstu vikum og mánuðum,“ sagði Stephen sem búið hefur hér á landi árabil og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum. Hann á að baki einn leik með íslenska landsliðinu.

Nánar er rætt við Stephen í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert