Stefni út en ekki strax

Ragnheiður Júlíusdóttir.
Ragnheiður Júlíusdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnheiður Júlíusdóttir er aðeins 19 ára gömul en hefur verið ein af bestu skyttum Olís-deildarinnar í handbolta síðustu ár. Hún lék fyrsta tímabil sitt í meistaraflokki 16 ára gömul og var markahæst í liði Fram þann vetur, rétt eins og tímabilin tvö þar á eftir. Í vetur hefur hún skorað 94 mörk fyrir Fram sem er á toppi Olís-deildarinnar, eftir 33:23-sigur á Gróttu í 16. umferð þar sem Ragnheiður skoraði 9 mörk.

„Á síðustu leiktíð var ég mjög oft ánægð með leikina mína. Ég er að sama skapi mjög ánægð með veturinn og er að reyna að bæta hluti eins og að gefa boltann inn á línuna. Ég þarf að vera opnari fyrir línuspili, sækja meira „utanvert“ á vörnina og sýna meiri fjölbreytni í skotunum,“ segir Ragnheiður.

Hún og liðsfélagar hennar í Fram töpuðu ekki leik í vetur fyrr en í þessum mánuði, þegar liðið tapaði gegn ÍBV og Haukum.

„Mér finnst mér persónulega hafa gengið vel og leiktíðin hefur gengið mjög vel hjá okkur fyrir utan þessa tvo leiki um daginn sem við töpuðum. Þar vorum við allar lélegar – gerðum bara ekki þá hluti sem við erum vanar til að vinna leiki, eins og að spila góða vörn, fá góða markvörslu og hraðaupphlaup. En það sem fer mest í taugarnar á mér eru dauðafærin sem við klúðruðum í þessum leikjum. Elín Jóna, markvörður Hauka, varði til dæmis einhver 24 skot gegn okkur og helmingurinn af þeim var úr dauðafærum,“ segir Ragnheiður.

Nánar er rætt við Ragnheiði í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert