Króatar horfa til Cervar

Lino Cervar á hliðarlínunni á HM.
Lino Cervar á hliðarlínunni á HM. AFP

Forráðamönnum króatíska handknattleikssambandsins gengur illa í leit sinni að eftirmanni Zeljko Babic í stól landsliðsþjálfara karla í handknattleik. Babic var gert að taka hatt sinn og staf að loknum heimsmeistaramótinu í Frakklandi í síðasta mánuði.

Lino Cervar, landsliðsþjálfari Makedóníu, hefur verið sterklega orðaður við starfið. Hann stýrði landsliði Króata frá 2002 til 2010. Talsmaður króatíska handknattleikssambandsins viðurkennir að rætt hafi verið við Cervar en þær viðræður hafi ekki skilað árangri.

Einnig hefur Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóvena, verið nefndur til sögunnar svo og Patrice Canayer, Juan Carlos Pastor, Valero Rivera og Ulrik Wilbek en ekkert verið staðfest um hvort hugur þeirra til starfsins hafi verið kannaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert