Góði kaflinn skilaði sigrinum

Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna.
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna. mbl.is/Golli

„Þetta var góður sigur. Það er gaman að vera komin í úrslitin eins stefnt var að,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar með átta mörk, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna með sigri á Stjörnunni, 27:23, í Laugardalshöll í kvöld.

„Við áttum mjög góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem við náðum fimm marka forskoti sem var gott að fara með inn í hálfleikinn. Sem betur fer náðum við að mestu að halda því forskoti í síðari hálfleik. Að minnsta kosti ógnaði Selfossliðið okkur ekki þótt það gæfist aldrei upp,“ sagði Helena. „Við vorum klaufar á köflum og hefðum getað innsiglað sigurinn fyrr en raun varð á.“

Spurð hvaða þætti Stjörnuliðið verði að bæta fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn sagði Helena að það væri fyrst og fremst í sóknarleiknum. „Mér fannst vörnin vera góð og einnig markvarslan. Sóknarleikinn verðum við að skerpa og koma og fækka þeim mistökum sem við gerðum í dag. Við misstum boltann oft og tíðum á afar einfaldan og hátt,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert