Guðmundur, Dagur og Þórir tilnefndir

Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. mbl.is/Golli

Guðmundur Þórður Guðmundsson, Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson eru tilnefndir í kjöri á þjálfurum ársins 2016 af Alþjóðahandknattleikssambandinu.

Guðmundur Þórður stýrði Dönum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó síðastliðið sumar og Þjóðverjar, undir stjórn Dags, urðu Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum.

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs. AFP

Þórir Hergeirsson gerði norska liðið að Evrópumeisturum og liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum en Þórir hefur fjórum sinnum verið kosinn þjálfari ársins, 2011, 2012, 2014 og 2015.

Þrír aðrir þjálfarar eru tilefndir í karlaflokki en það eru Christian Berge, þjálfari norska karlalandsliðsins, Didier Dinart, þjálfari franska karlalandsliðsins, og Veselin Vujuovic, þjálfari slóvenska karlalandsliðsins.

Auk Þóris eru Olivier Krumbholz þjálfari Frakka, Evgenij Trefilov þjálfari Rússa, Kim Rasmussen, þjálfari rúmenska liðsins CSM Búkarest, og Henk Groener þjálfari Hollendinga tilnefndir í kvennaflokki.

Eftirtaldir leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður ársins í karlaflokki: Nikola Karabatic, Mikkel Hansen, Andreas Wolff, Domagoj Duvnjak og Sander Sagosen.

Í kvennaflokki eru það: Nora Mørk, Cristina Neagu, Nycke Groot, Isabelle Gullden og Kari Grimsbo.

Takið þátt í kosningunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert