Spilamennskan var ekki nógu góð

Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, sagði sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nægilega vel í kvöld þegar það féll út úr Coca Cola-bikarnum eftir tap fyrir Fram 28:21 í undanúrslitum. 

„Heilt yfir vorum við ekki að spila nógu vel,“ sagði Óskar meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann að leiknum loknum.

Varðandi sóknina sagði Óskar að fleira en tæknimistök hefði gert Haukum erfitt fyrir því leikmenn hefðu einnig verið að taka ótímabær skot og ekki alltaf valið besta kostinn í stöðunni.

Viðtalið við Óskar í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka.
Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ragnheiður Sveinsdóttir verst Ragnheiði Júlíusdóttur í leiknum í kvöld.
Ragnheiður Sveinsdóttir verst Ragnheiði Júlíusdóttur í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert