Enginn óskamótherji hjá Val

Valsmenn fagna bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.
Valsmenn fagna bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Af liðunum sjö er enginn sérstakur mótherji en vissulega væri gaman að máta sig við Sporting frá Portúgal, sem er nokkuð þekkt stærð,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara nýkrýndra bikarmeistara Vals í handknattleik, spurður hvort hann ætti sér óskamótherja þegar dregið verður í 8 liða úrslit Áskorendakeppninnar í handknattleik karla í dag. Sextán liða úrslitum keppninnar lauk um liðna helgi. Valsmenn léku hins vegar báða leikina við Partizan 1949 um þarsíðustu helgi. Valur komst naumlega áfram eftir tvo hnífjafna leiki.

Auk Vals verða í pottinum þegar dregið verður HKM Sala frá Slóvakíu, serbneska liðið Sloga Pozega, HB Dudelange frá Lúxemborg, hollenska liðið JMS Hurry-Up, Potaissa Turda frá Rúmeníu og gríska liðið AC Doukas auk Sporting sem Guðlaugur nefndi að framan.

„Þetta eru allt sterk lið og ljóst að sama hvaða liði við mætum eru erfiðir leikir fram undan,“ sagði Guðlaugur og benti m.a. á að Sala frá Slóvakíu hefði slegið hið fornfræga svissneska lið St Otmar út í 16 liða úrslitum með samtals tveggja marka mun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert