Lið Sunnu er gjaldþrota

Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Norska handknattleiksliðið Halden sem landsliðskonan Sunna Jónsdóttir leikur með hefur spilað sinn síðasta leik í norsku úrvalsdeildinni en félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Ákvörðun var tekin á stjórnarfundi í gær að óska eftir gjaldþrotaskiptum og í dag úrskurðaði héraðsdómurinn í Halden félagið gjaldþrota.

Sunna fer í aðgerð

„Þetta er afskaplega þungt en við sáum enga aðra leið,“ segir Erik Meusburger formaður félagsins við norska fjölmiðla í dag.

Halden er í næst neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af 16 leikjum sínum í deildinni.

Karlalið Halden, sem markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson leikur með út þessa leiktíð áður en hann fer til KR-inga, heldur hins vegar sínu striki enda er aðskilinn rekstur á milli karla- og kvennaliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert