Baráttuliðin unnu öll sína leiki

Ægir Hrafn Jónsson og Víkingar eru í harðri baráttu.
Ægir Hrafn Jónsson og Víkingar eru í harðri baráttu. mbl.is/Golli

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi, en baráttan um að fylgja Fjölni upp í efstu deild er gríðarlega hörð.

Fjölnir hefur þegar tryggt sæti sitt, en Fjölnismenn töpuðu fyrir Víkingi sem eru nú í fjórða sætinu. Aðeins þrjú stig skilja að sæti 2-6 og öll liðin sem eru í baráttunni unnu sína leiki.

ÍR er í öðru sæti með 27 stig og vann útisigur á Val U, 31:24. Í þriðja sætinu, einnig með 27 stig, er KR sem vann ÍBV U 30:27. Víkingur kemur þar stigi á eftir, en Þróttur og HK koma næst.

Þróttur er í fimmta sætinu með 25 stig og vann öruggan sigur á botnliði Mílunnar, 30:18. HK er svo í sjötta sæti með 24 stig eftir sigur á Stjörnunni U, 31:29.

Að lokum var svo slagur á Akureyri þar sem Akureyri U vann Hamranna 30:26, en úrslitin í heild má sjá hér að neðan.

Úrslit gærkvöldsins:

Þróttur – Mílan 30:18
Valur U – ÍR 24:31
HK – Stjarnan U 31:29
Víkingur – Fjölnir 30:24
Akureyri U – Hamrarnir 30:26
KR – ÍBV U 30:27

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert