Ekki líffræðilega hægt að spila svona áður

rÞráinn Orri Jónsson hefur farið mikinn með Gróttu að undanförnu …
rÞráinn Orri Jónsson hefur farið mikinn með Gróttu að undanförnu og liðið virðist vera að rétta úr kútnum. mbl.is/Golli

„Ég var satt best að segja of þungur á mér. Fyrir áramót hefði ekki verið líffræðilegur möguleiki fyrir mig að spila eins og gegn Aftureldingu í gær [fyrrakvöld]. Ég breytti ýmsu varðandi hugarfarið og hvernig ég hugsa um mig.“

Þetta segir Þráinn Orri Jónsson, hinn 23 ára gamli línu- og varnarmaður Gróttu, sem leikið hefur frábærlega að undanförnu í Olísdeildinni í handbolta.

Þráinn hefur verið lykilmaður hjá Gróttu undanfarin ár en tekið frekari skref upp á við eftir áramót og það er engin tilviljun. Hann skoraði 9 mörk í sigri á Aftureldingu í fyrrakvöld, mörg hver úr hraðaupphlaupum þrátt fyrir að vera stór og stæðilegur varnarmaður í hjarta Gróttuvarnarinnar.

Sjá viðtal við Þráinn Orra í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert