Svíar skelltu Þjóðverjum

Kristján Andrésson fagnaði sigri í dag.
Kristján Andrésson fagnaði sigri í dag. AFP

Sænska karlalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, sigraði Þjóðverja, 27:25, í vináttulandsleik sem fram fór í Partille í Gautaborg í dag.

Þetta var fyrri leikur þjóðanna um helgina en liðin drífa sig nú til Hamborgar og eigast þar við á morgun. Leikirnir fara fram utan alþjóðlegra leikdaga og því leika aðeins leikmenn þýskra liða með í þeim.

Staðan í hálfleik í dag var 16:9, Svíum í hag, og þeir komust í 20:12. Þjóðverjar minnkuðu muninn í 24:22 en komust ekki nær.

Mattias Zachrisson skoraði 7 mörk fyrir Svía, Daniel Pettersson, Jim Gottfridsson og Anton Halén 4 hver. Manuel Späth var markahæstur Þjóðverja með 4 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert