U19 tapaði fyrir Spánverjum

Frá æfingu liðsins.
Frá æfingu liðsins. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U19 ára landslið kvenna í handknattleik tapaði fyrir Spánverjum í öðrum leik sínum í undankeppni EM, sem fram fer í Slóveníu á næsta ári. Lokatölur voru 22:14, Spánverjum í vil. 

Ísland leikur úrslitaleik gegn Rúmeníu á morgun, þar sem sigurliðið tekur annað sæti riðilsins, sem gefur þátttökurétt í lokakeppninni. 

Markaskorarar Íslands: Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Elva Arinbjarnar 2, Andrea Jacobsen 2, Lovísa Thompson 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert