Hádramatískt jafntefli á Hlíðarenda

Aron Dagur Pálsson og Josip Juric eigast við í leiknum …
Aron Dagur Pálsson og Josip Juric eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Valur og Grótta skildu jöfn, 25:25, í 24. umferð Olís-deildar karla í handknattleik eftir æsispennandi lokamínútur. Liðin eru áfram í 5. og 6. sæti deildarinnar, Valsmenn með 23 stig en Grótta 21.

Leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar en staðan eftir tæpar 20 mínútur var jöfn, 8:8. Valsarar settu þá í fluggírinn og skoruðu sex mörk í röð og munurinn á liðunum að loknum fyrri hálfleik var sex mörk, 16:10 fyrir Val.

Valsarar hófu seinni hálfleikinn á svipuðum nótum og þeir luku þeim fyrri og allt leit út fyrir að þeir myndu landa öruggum sigri.

Gestirnir voru á öðru máli og tókst með mikilli baráttu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokamínúturnar urðu gríðarlega spennandi. Valsarar klúðruðu vítakasti þegar rúm mínúta var eftir og gestirnir héldu í sókn, einu marki undir.

Nökkvi Dan Elliðason jafnaði metin þegar um hálf mínúta var til leiksloka og ljóst að heimamenn næðu lokasókninni í leiknum.

Heimamenn heimtuðu vítakast í lokasókninni og voru brjálaðir út í dómarana. Gróttumenn töldu að Josip Gric hefði sparkað til leikmanns Gróttu og voru einnig brjálaðir út í dómarana. Dómararnir flautuðu einfaldlega til leiksloka.

Valur 25:25 Grótta opna loka
60. mín. Nökkvi Dan Elliðason (Grótta) skoraði mark Jafnar og 25 sekúndur eru eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert