Duvnjak verður frá keppni í marga mánuði

Domagoj Duvnjak.
Domagoj Duvnjak. AFP

Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Duvnjak, einn af lykilmönnunum í liði Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar, verður frá keppni í það minnsta næsta hálfa árið.

Duvnjak er illa meiddur í hné og þarf hvíld. Svo getur verið að hann þurfi að gangast undir uppskurð og verði það raunin má ljóst vera að hann verður frá keppni næstu níu mánuðina.

Þetta er mikið áfall fyrir Kiel sem mætir Rhein-Neckar Löwen í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á heimavelli Kiel í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert