Svartfellingar hópast í landslið Katar

Vuko Borozan í leik með Svartfjallalandi.
Vuko Borozan í leik með Svartfjallalandi.

Tveir af efnilegustu leikmönnum Svartfjallalands í handknattleik hafa gefið það út við handknattleikssambandið þar í landi að þeir ætli að hætta að leika með landsliði þjóðarinnar. Þeir vilja spila fyrir landslið Katar.

Um er að ræða þá 23 ára gömlu Vuko Borozan, leikmann Vardar Skopje, og markvörðinn Nebojsa Simic hjá Kristianstad í Svíþóð, sem þegar hefur samið við Melsungan í Þýskalandi fyrir næsta tímabil.

Tvö ár þurfa að líða frá síðasta landsleik þangað til leikmenn geta skipt um ríkisfang og spilað fyrir annað landslið. Katar hefur verið þekkt fyrir að sanka að sér leikmönnum annarra þjóða. Meðal annars eru það Spánverjinn Borja Vidal, Svartfellingarnir Goran Stojanovic og Jovo Damjanovic og Frakkinn Bertrand Roiné.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert