Ýmir fór ekki en Hlynur lét slag standa

Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Leikmenn karlaliðs Vals í handknattleik flugu til Búdapest síðdegis í gær en þaðan fara þeir í dag til Pozega í Serbíu. Þar bíður Valsmanna á laugardaginn viðureign við HC Sloga Pozega í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Um er að ræða fyrri leik liðanna.

Ýmir Örn Gíslason fór ekki með Valsliðinu út að þessu sinni. Hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum í baki sem hafa hrjáð hann síðustu vikurnar. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sagði við Morgunblaðið í gær að Ýmir ætti eftir að gangast undir frekari rannsóknir á bakinu en væri byrjaður á léttum æfingum eftir nokkurt hlé.

Markvörðurinn gamalreyndi, Hlynur Morthens, var hinsvegar í leikmannahópi Valsliðsins sem hélt utan í gær þrátt fyrir að hann sé með brákað rifbein og hafi lítið sem ekkert leikið með Valsliðinu upp á síðkastið. „Hlynur verður með okkur hvort sem hann tekur þátt í leiknum eða ekki,“ sagði Óskar Bjarni skömmu áður en Valsliðið lagði af stað í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert