Ísland átti þrjár í úrvalsliðinu

Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn Litháen í leik íslenska …
Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn Litháen í leik íslenska liðsins í undankeppninni. Ljósmynd/valonmano.com

Ísland á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu sem valið var eftir undanriðilinn í Evrópukeppni U19 ára landsliða á Spáni á dögunum.

Sandra Erlingsdóttir var valin besti leikstjórnandinn, Lovísa Thompson var valin besta rétthenta skyttan og Selma Jóhansdóttir var valin besti markvörðurinn ásamt Nicole Morales úr liði Spánverja.

Ísland hafnaði í þriðja sæti með 3 stig í undankeppninni og komst ekki áfram. Rúmenía hlaut einnig 3 stig en fór áfram þar sem liðið hafði betri markatölu. Spánn hafnaði í efsta sætinu með 6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert