Mig langar til að leika fleiri landsleiki en pabbi

Daníel Þór Ingason sækir að vörn FH en til varnar …
Daníel Þór Ingason sækir að vörn FH en til varnar er Ágúst Birgisson. mbl.is/Golli

Hinn 21 árs gamli Daníel Þór Ingason hefur vakið verðskul

daða athygli hjá Íslandsmeisturum Hauka í handknattleik á þessari leiktíð. Hann gekk á ný til liðs við uppeldisfélag sitt á liðnu sumri eftir þriggja ára veru hjá Valsmönnum á Hlíðarenda. Daníel Þór er næstmarkahæsti liðsmaður Hauka í Olís-deildinni með 118 mörk. Hann hefur skiptst á að leika í skyttustöðunum hægra og vinstra megin við miðjumanninn en einnig leikið sem leikstjórnandi eins og faðir hans, Ingi Rafn Jónsson, gerði á sínum tíma með Val.

„Góðar æfingar, einnig aukaæfingar auk þess að hafa fengið fullt traust frá þjálfaranum eru sennilega helstu ástæður þess að mér hefur gengið vel með Haukum í vetur,“ sagði Daníel Þór yfirvegaður þegar Morgunblaðið náði af honum tali í gær og spurði hvað hann teldi vera helstu ástæður fyrir miklum framförum á handboltavellinum á þessu keppnistímabili.

Daníel Þór segist hafa byrjað ungur að æfa handbolta með Haukum enda alinn upp í Hafnarfirði. „Þegar ég kom upp í annan flokk þá langaði mig að breyta aðeins til. Þá skipti ég yfir í Val og lék með liði félagsins allan annan flokk en kom einnig nokkuð við sögu í meistaraflokki,“ sagði Daníel Þór sem lék 48 leiki með meistaraflokki Vals í Olís-deildinni og skoraði 63 mörk á þremur keppnistímabilum frá 2013 til 2016. Hann varð deildarmeistari með Val vorið 2015 og bikarmeistari fyrir ári.

Sjá allt viðtalið við Daníel Þór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert