FH upp að hlið toppliðanna

Aron Dagur Pálsson sækir að vörn FH en til varnar …
Aron Dagur Pálsson sækir að vörn FH en til varnar eru Einar Rafn Eiðsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH jafnaði ÍBV og Hauka að stigum á toppi Olísdeildar karla í handbolta með 28:20-sigri sínum gegn Gróttu í 25. umferð deildarinnar í Kaplakrika í dag.

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður FH í leiknum í dag, en Elvar Friðriksson var atkvæðamesti leikmaður gestanna af Seltjarnarnesinu með fimm mörk.

ÍBV, Haukar og FH eru jöfn að stigum á toppi deildarinar með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Grótta er hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig, en Grótta er tveimur stigum á undan Stjörnunni sem er í næstneðsta sæti deildarinnar og fjórum stigum á undan Akureyri sem situr á botni deildarinnar.

FH mætir Haukum í toppslag í næstu umferð og fær síðan Selfoss í heimsókn í lokaumferð deildarkeppninnar.

Grótta mætir aftur á móti Stjörnunni í fallbaráttuslag í næstu umferð og tekur síðan á móti Fram í leik sem gæti orðið annar fallbaráttuslagur í lokaumferð deildarkeppninnar.   

FH 28:20 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með öruggum átta marki sigri FH sem kemst þar af leiðandi upp að hlið ÍBV og Hauka á toppi deildarinnar. Grótta er hins vegar enn í baráttu um að forðast fall úr deildinni með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Grótta er tveimur stigum frá fallsæti eins og sakir standa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert