Kristján dregur í land með Guðjón Val

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson AFP

„Tek til baka með yngingu í landsliðinu þegar ég var að tala um Guðjón Val. Hann getur spilað á top level í amk 3 ár í viðbót. Ótrúlegt eintak af íþróttamanni!“ Þetta skrifar Kristján Arason fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik í færslu sinni á Facebook um landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson.

Tilefni skrifa Kristjáns var frammistaða Guðjóns Vals með Rhein-Neckar Löwen í sigri liðsins gegn Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina en Guðjón fór á kostum og skoraði 11 mörk.

Guðjón Valur hefur heldur betur blandað sér í baráttuna um markakóngstitilinn í deildinni. Hann er í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, hefur skorað 138 mörk í 22 leikjum eða 6,3 mörk að meðtali í leik en Löwen hefur leikið tveimur leikjum færra en flest liðin í deildinni.

Markahæstu leikmenn eru:

149 - Robert Weber, Magdeburg
141 - Philip Weber, Wetzlar
140 - Yves Kunkel, Minden
139 - Johannes Sellin, Melsungen
138 - Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert