Dottnar niður í neðsta flokk

Karen Knútsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins.
Karen Knútsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins. mbl.s/Styrmir Kári

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni Evrópumótsins 2018 og hefur liðið fallið niður um einn flokk síðan dregið var í undankeppni EM 2016.

Ísland er nú m.a. í flokki með Sviss, sem var einnig í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni EM 2016 og dróst þá í riðilinn með Íslandi, Frakklandi og Þýskalandi.

Sú staðreynd að íslenska liðið verður í fjórða flokki þýðir að liðin þrjú sem dragast gegn Íslandi eru talin sterkari. Þyngir það til muna róðurinn við að komast áfram í lokakeppni EM sem fram fer í Frakklandi í desember 2018.

Dregið verður í riðla í París 21. apríl.

Alls verða heiti 28 þjóða í pottinum þegar dregið verður í sjö riðla með fjórum liðum í hverjum. Tvö efstu lið hvers riðils að keppninni lokinni tryggja sér farseðilinn í lokakeppnina auk þess liðs sem nær bestum árangri af þeim sem hafna í þriðja sæti riðlakeppninnar.

Nánar er fjallað þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. Þar er einnig að finna hvaða þjóðir skipa styrkleikaflokkana fjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert