Framarar krækja í Þóreyju Rósu

Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur ákveðið að ganga …
Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram í sumar. Ljósmynd/Seba Tataru

Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram í sumar þegar samningur hennar við norska úrvalsdeildarliði Vipers Kristiansand rennur út. Þórey Rósa staðfesti við mbl.is að hún hafi gert þriggja ára samning við Fram en hún lék með liðinu áður en fór út í atvinnumennsku í handknattleik fyrir átta árum.

Þórey Rósa er 27 ára gömul hefur átt sæti í íslenska landsliðinu um nokkurra ára skeið og á að baki 78 landsleiki sem hún hefur skorað í 194 mörk. 

Þórey Rósa hefur leikið með Vipers undanfarin fjögur ár en var þar áður í tvö ár leikmaður Team Tvis Holstebro og varð m.a. Evrópumeistari bikarhafa með liðinu en áður var hún í herbúðum Oldenburg í Þýskalandi og E&O Emmen í Hollandi. 

Sambýlismaður Þóreyjar Rósu, Einar Ingi Hrafnsson, samdi nýverið við Aftureldingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert