Möguleikar fyrir lokaumferðina

Akureyringar leika hreinan úrslitaleik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni.
Akureyringar leika hreinan úrslitaleik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Lokaumferðin í Olís-deild karla í handknattleik verður leikin á þriðjudaginn og óhætt er að segja að spennan sé mikil á toppi og botni deildarinnar.

Fyrir lokaumferðina liggur þetta fyrir:

*Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli FH (35) og ÍBV (34).

*FH nægir jafntefli gegn Selfossi til að vinna deildina vegna innbyrðis úrslita gegn ÍBV í vetur.

*ÍBV nægir jafntefli gegn Val til að enda í öðru sæti en þarf að vinna og treysta á tap FH til að vinna deildina.

*Haukar (33) enda í 3. sæti nema þeir vinni Aftureldingu og ÍBV tapi fyrir Val. Þá verða þeir í 2. sæti og geta aldrei náð efsta sætinu vegna óhagstæðra úrslita gegn bæði FH og ÍBV.

*Afturelding (30) endar í 4. sæti og mætir Selfossi, Val eða Gróttu sem geta öll náð 5. sæti eða endað í 7. sæti.

*Selfoss (24), Valur (23) og Grótta (22) eru öll komin í úrslitakeppnina og hafa gulltryggt sæti sitt í deildinni.

*Fram (21) og Stjarnan (20) slást um 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar. Fram getur líka náð 7. sæti af Gróttu með sigri í leik liðanna. Fram nær 6. sætinu af Val með því að vinna Gróttu ef Valur tapar fyrir ÍBV.

*Fram, Stjarnan og Akureyri (18) geta öll endað í 9. sæti og þurft að bíða til 9. maí eftir úrskurði um hvort þau haldi sér í deildinni.

*Stjarnan og Akureyri leika hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni en annað þeirra fellur beint. Stjörnunni nægir jafntefli.

*Jafntefli myndi líka koma Stjörnunni í úrslitakeppnina ef Fram tapar fyrir Gróttu. Stjarnan verður fyrir ofan Fram ef liðin enda jöfn að stigum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert