Vignir sá rautt í háspennuleik

Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Ljósmynd/Foto Olimpik

Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handknattleik, fékk að líta rauða spjaldið þegar lið hans Team-Tvis Holstebro tapaði fyrir Bjerringbro-Silkeborg, 26:25, í sannkölluðum háspennuleik í úrslitakeppni danska handboltans.

Sigurmark Silkeborg var skorað hálfri mínútu fyrir leikslok, en liðið hafði verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Vignir komst ekki á blað í leiknum en á 38. mínútu fékk hann sína aðra brottvísun og sá þar með rautt.

Úrslita­keppn­inni í Dan­mörku er skipt í tvo fjög­urra liða riðla, þar sem tvö efstu liðin í riðlun­um kom­ast í undanúr­slit­in. Mikil spenna er í umspilsriðlinum, en Esbjerg er með 5 stig, Holstebro og Bjerringbro-Silkeborg með 4 stig og Mors-Thy með 2 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert