KA/Þór í lykilstöðu

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í dag.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í dag. mbl.is/Stella Andrea

KA/Þór er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um að komast upp í efstu deild kvenna í handknattleik eftir sigur á FH, 24:22, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu 1. deildarinnar.

KA/Þór var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, og uppskar að lokum tveggja marka sigur 24:22. Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir voru atkvæðamestar hjá norðankonum með 7 mörk en hjá FH skoraði Ingibjörg Pálmadóttir 6 mörk.

Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um sæti í efstu deild, en þar verður mótherjinn annaðhvort Selfoss eða HK. Annar leikur liðanna fer fram í Hafnarfirði á sunnudag.

KA/Þór – FH 24:22 (15:12)

Mörk KA/Þórs: Aldís Ásta Heimisdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 7, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 1.
Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 6, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 3, Diljá Sigurðardóttir 3, Laufey Ásta Höskuldsdóttir 3, Arndís Sara Þórsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert