Rótburst og Íslendingarnir í undanúrslit

Arnar Freyr Arnarsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna á góðri …
Arnar Freyr Arnarsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna á góðri stundu með landsliðinu. AFP

Meistaralið Kristianstad er komið áfram í undanúrslit um sænska meistaratitilinn í handknattleik eftir sannkallað rótburst gegn Guif, 39:17, í þriðja leik liðanna í einvígi sínu í átta liða úrslitunum.

Kristianstad hafði unnið fyrri leikina tvo örugglega, fyrst 30:19 og svo 27:21, en setti heldur betur í fluggírinn í dag. Staðan í hálfleik var hreint með ólíkindum, eða 18:6 fyrir Kristianstad sem gaf ekkert eftir í síðari hálfleik. Niðurstaðan 22 marka sigur, 39:17.

Arnar Freyr Arnarsson var atkvæðamestur hjá Íslendingunum í liði Kristianstad, en hann skoraði 4 mörk. Gunnar Steinn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu svo sitt markið hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert