Allt öðruvísi mótherji

Anton Rúnarsson reynir að skora gegn Sloga frá Serbíu í …
Anton Rúnarsson reynir að skora gegn Sloga frá Serbíu í átta liða úrslitunum. Anton og félagar eru ósigraðir í sex Evrópuleikjum í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessu liði svipar meira til norska liðsins Haslum sem við unnum í 32 liða úrslitum keppninnar en til liðanna frá Svartfjallalandi og Serbíu sem við lékum á móti í sextán og átta liða úrslitum. Hraðinn er miklu meiri, ekki síst í sóknarleiknum.“

Þetta sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara karlaliðs Vals í handknattleik, spurður um væntanlegan andstæðing, Potaissa Turda frá Rúmeníu. Valur mætir liðinu í fyrra skiptið í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í Valshöllinni í dag klukkan 18.

„Þeir leggja mikla áherslu á hraðaupphlaup, hraða miðju enda hefur liðið skorað 28 mörk að jafnaði í leik í keppninni fram til þessa og farið upp í 42 mörk í einum leikja sinna. Vegna þessa þá búum við okkur allt öðruvísi leiki en við höfum við verið í í keppninni eftir áramót,“ sagði Óskar Bjarni sem kvíðir engu.

Sjá viðtal við Óskar Bjarna í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert