Bjarki og félagar í góðri stöðu

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarki Már Elísson og félagar í þýska handknattleiksliðinu Füchse Berlín eru í góðri stöðu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins eftir 30:25-útisigur gegn Tatabanya frá Ungverjalandi í fyrri viðureign liðanna í dag.

Bjarki og félagar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11, en stigu aðeins lausar á bensíngjöfina eftir hlé og uppskáru fimm marka sigur, 30:25. Bjarki skoraði tvö marka Füchse í leiknum en markahæstur var hinn danski Hans Lindberg með 9 mörk.

Síðari leikur liðanna fer fram í Berlín eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert