Þróttur nældi í oddaleik

Þróttarar fagna sigrinum á ÍR í dag.
Þróttarar fagna sigrinum á ÍR í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur jafnaði einvígið við ÍR í umspili 1. deildar karla í handknattleik í dag þegar Þróttarar unnu annan leik liðanna 27:25 í Laugardalshöll.

ÍR hafði unnið fyrsta leik einvígisins með nákvæmlega sömu tölum á miðvikudag, 27:25, en Þróttur hefur nú tryggt oddaleik sem fram fer í Austurbergi á þriðjudag.

Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu. ÍR náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en Þróttarar sigu framúr í þeim síðari og komust þá mest þremur mörkum yfir. ÍR jafnaði á ný en Þróttarar skoruðu tvö síðustu mörkin.

Að öllum líkindum verður liðum í efstu deild fjölgað næsta tímabil og því munu bæði sigurliðin úr viðureignunum í umspili 1. deildar tryggja sér sæti. KR og Víkingur mætast í öðrum leik sínum síðar í dag.

Styrmir Sigurðarson og Aron Valur Jóhannsson gerðu 7 mörk hvor fyrir Þrótt og Óttar Filipp Pétursson 5. Davíð Georgsson gerði 5 mörk fyrir ÍR, Bjarni Fritzson og Daníel Ingi Guðmundsson 4 hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert