Stjarnan jafnaði einvígið

Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Gróttu reynir skot að marki Stjörnunnar …
Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Gróttu reynir skot að marki Stjörnunnar í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Deildarmeistarar Stjörnunnar jöfnuðu metin í 1:1 í einvíginu gegn Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir sigur í öðrum leik liðanna í Hertz höllinni á Seltjarnanesi í dag, 25:22.

Stjarnan hafði frumkvæðið allan tímann en Gróttukonur voru aldrei langt undir og náðu nokkrum góðum áhlaupum en Stjarnan hélt haus og landaði afar mikilvægum sigri eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli þar sem úrslitin réðust í vítakeppni.

Leikur liðanna í dag einkenndist af mörgum mistök á báða bóga og sérstaklega fóru Gróttukonur illa að ráði sínu en liðið gerði afar mörg klaufaleg mistök í sókninni gegn annars góðri vörn Garðabæjarliðsins. Helena Rut Örvarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir stóðu upp úr liði Stjörnunnar en besti leikmaður Gróttu var markvörðurinn Selma Þóra Jóhannsdóttir sem varði 20 skot.

Þriðji leikur liðanna fer fram í Garðbæ á þriðjudaginn en vinna þarf þrjá leiki í rimmunni til að komast í úrslitin.

Grótta 22:25 Stjarnan opna loka
60. mín. Rakel Dögg Bragadóttir (Stjarnan) brennir af víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert