Aron valinn bestur

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Twitter-síða Veszprém

Aron Pálmarsson, leikmaður ungverska liðsins Veszprém, þótti skara fram úr í fyrri umferð átta liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik sem fóru fram um síðustu helgi.

Aron átti virkilega góðan leik í sigri Veszprém gegn franska liðinu Montpellier, 26:23, þar sem hann skoraði 6 mörk og átti fjölda stoðsendinga.

Auk Arons voru tilnefndir sem leikmaður umferðarinnar þeir Arpad Ster­bik, Uwe Gens­heimer, Ni­kola Kara­batic, Mar­ko Vuj­in, Niklas Ek­berg og Ludovic Fabregas.

Aron og félagar hans leika síðari leikinn gegn Montpellier í Frakklandi á sunnudaginn en Aron stefnir að því að komast á „Final Four“-helgina í Köln í sjöunda sinn á ferli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert