Með flauturnar til Slóvakíu

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson handknattleiksdómarar.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson handknattleiksdómarar. mbl.is/Golli

Handknattleikdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Slóvaka og Svartfellinga í 6.  riðli undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik. Viðureignin fer fram í Hlohovec í Slóvakíu á miðvikudaginn í næstu viku.

Hvort lið hefur eitt stig að loknum tveimur umferðum í riðlinum. Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, hafa unnið báða leiki sína til þessa. Rússar eru í öðru sæti með tvö stig. 

Þjóðverjarnir Lars Geipel og Marcus Helbig dæma leik Makedóníu og Íslands sem fram fer í Skopje á fimmtudaginn í næstu viku. Leikurinn er liður í fjórða riðli undankeppni EM. Lettarnir Zigmars Sondors  og Renars Licis dæma síðari leikinn sem háður verður í Laugardalshöll sunnudaginn 7. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert