Valsmenn rassskelltu slaka Framara

Ólafur Ægir Ólafsson úr Val sækir að marki Fram í …
Ólafur Ægir Ólafsson úr Val sækir að marki Fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Valsmenn hreinlega rassskelltu mjög slaka Framara með 12 marka mun, 27:15, í öðru leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Valshöllinni í kvöld. Sigurður Ingiberg Ólafsson, marvörður Vals, átti stórleik. Hann varði 23 skot en stórleikur hans afsakar ekki frammistöðu Fram-liðsins sem var ekki boðleg fyrir lið sem er komið svo langt í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Valur hefur þar með tvo vinninga í rimmunni en Fram engan.  Næsti leikur liðsins verður eftir viku á heimavelli Framara. Valsmenn fara til Rúmeníu í fyrramálið þar sem þeir leika við Turda öðru sinni í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu.

Fyrri hálfleikur verður lítt í minnum hafður fyrir stórbortinn handknattleik. Þvert á móti þá var leikur beggja liða rislitill. Varnarleikur þó nokkuð góður en sóknarleikurinn afar slakur og kom þar ekki aðeins til af góðum varnarleikur, heldur af stemningsleysi. Engu var líkara en leikmenn Vals væri að spara kraftana fyrir Evrópuleikinn á sunnudaginn. Framarar duttu niður á sama plan í stað þess að sæta lagi og keyra upp hraðann og freista þess að sækja sigur.

Valsmenn voru með yfirhöndina í óspennandi fyrri hálfleik frá upphafi til enda og voru með tveggja marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja eftir 30 mínútna leik, 9:7.

Síðari hálfleikur var líkur þeim fyrr fyrstu tíu mínúturnar. Eftir það fjaraði smátt og smátt meira undan Fram-liðinu sem hafði að lokum algjörlega lagt árar í bát.

Stórleikur Sigurðar Ingibergs var það helsta sem gladdi augað í leiknum. Valsliðið í heild gerði lengst af ekkert meira en það þurfti til þess að vinna.

Valur 27:15 Fram opna loka
60. mín. Anton Rúnarsson (Valur) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert