Lærisveinar Arons halda í vonina

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Golli

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í danska handknattleiksliðinu Aalborg halda enn í vonina um að komast í undanúrslitin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Aalborg hafði betur gegn Kolding, 26:22, í kvöld þar sem Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daði Smárason skoruðu 2 mörk hvor fyrir Álaborgarliðið og Arnór Atlason skoraði eitt.

Skjern er með 9 stig í efsta sæti í riðli 1 í úrslitakeppninni, Aalborg og GOG eru með 7 og Kolding er án stiga. Í lokaumferðinni mætir Aalborg liði Skjern á heimavelli og GOG tekur á móti Kolding. Nokkuð ljóst má vera að Aalborg verður að vinna Skjern til að komast í undanúrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert