Valsmenn fara til Rúmeníu í dag

Ýmir Örn Gíslaon brýst hér af miklum krafti í gegnum …
Ýmir Örn Gíslaon brýst hér af miklum krafti í gegnum vörn Potaissa Turda í Valshöllinni. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Karlalið Vals í handknattleik fer í dag til Rúmeníu þar sem það mætir Potaissa Turda í seinni undanúrslitaleik liðanna í Áskorendabikarnum á sunnudaginn.

Valsmenn standa vel að vígi eftir góðan sigur, 30:22, í fyrri leiknum á Hlíðarenda um síðustu helgi. Takist þeim að vinna einvígið samanlagt leika þeir til úrslita í keppninni gegn Sporting frá Portúgal eða Hurry-Up frá Hollandi. Sporting vann fyrri leikinn í Hollandi, 32:27, og stendur því mjög vel að vígi.

Valur burstaði Fram

Valsmenn léku í gærkvöld annan undanúrslitaleik sinn gegn Fram á Íslandsmótinu, á heimavelli sínum á Hlíðarenda, en Valur vann fyrsta leikinn í Safamýri, 31:23.

Viðureign liðanna lauk rétt í sama mund og Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld en Valur vann yfirburðasigur, 27:15. Allt um leikinn er að finna á mbl.is/sport/handbolti.

Evrópukeppnin setur strik í reikninginn í úrslitakeppninni og þriðji leikur Fram og Vals í Safamýri fer af þeim sökum ekki fram fyrr en næsta fimmtudag, 4. maí. Síðan verður spilað 6. og 8. maí ef með þarf.

Komist Valsmenn í úrslit Áskorendabikarsins með því að slá Potaissa úr keppni á sunnudaginn leika þeir tvo úrslitaleiki helgarnar 13.-14. maí og 20.-21. maí.

Það er því ljóst að ef þannig fer, og Valsmenn ná að slá Fram út og komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn, þarf að gera enn frekari breytingar á leikdögum úrslitakeppninnar, sem eiga að vera 12., 15., 17., 20. og 22. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert