Ævintýri á slóðum Drakúla greifa

Úr viðureign Vals og Potaissa Turda, að Hlíðarenda.
Úr viðureign Vals og Potaissa Turda, að Hlíðarenda. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Karlalið Vals í handknattleik stendur í ströngu um þessar mundir. Auk þess að vera í vænlegri stöðu í undanúrslitum Íslandsmótsins þá bíður liðsins ærið verkefni hér í Turda í Rúmeníu á morgun.

Framundan er síðari undanúrslitaleikurinn við Potaissa Turda í Áskorendakeppni Evrópu. Eftir átta marka sigur, 30:22, í fyrri viðureigninni í Valshöllinni fyrir viku standa Valsmenn vel að vígi. Víst er hinsvegar að kálið er síður en svo sopið þótt í ausuna sé komið. Átta marka forskot getur fljótlega runnið mönnum úr greipum á handknattleiksvellinum. Ekki þarf miklar rannsóknir til þess að þekkja þá sögu. Mönnum getur orðið hált á svellinu og veður skipast fljótt í lofti.

Valsmenn, leikmenn og þjálfarar, virðast vel meðvitaðir um þá staðreynd. Annað verður ekki merkt af samskiptum við hópinn síðasta sólarhringinn. Allir gera sér grein fyrir að leikmenn Potaissa Turda geta verið mun harðskeyttari viðureignar á handknattleiksvellinum en þeir sýndu í Valshöllinni um síðustu helgi. Þeir eru í öðru sæti rúmensku deildarinnar, skammt á eftir meistaraliði frá Búkarest. Leikmenn liðsins eru stórir og sterkir og til alls líklegir.

Sjá viðhorfsgrein Ívars Benediktssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert