Arnór með sigurmarkið úr vítakasti

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. AFP

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson tryggði Bergischer sigur á Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Akureyringurinn skoraði sigurmarkið úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út og tryggði Bergischer 23:22-sigur en alls skoraði Arnór átta mörk í leiknum.

Björgvin Páll Gústavsson stóð fyrir sínu í marki Bergischer en hann varði 11 skot. Liðið er í 14. sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi frá fallsæti. 

Balingen, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, er hins vegar í næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert