ÍR burstaði KR

Úr leik liðanna í Breiðholtinu í dag.
Úr leik liðanna í Breiðholtinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR sigraði KR, 37:28, í fyrsta leik liðanna í umspili 1. deildar karla í handknattleik. Bæði lið hafa þó líklega tryggt sér sæti í efstu deild en liðum þar verðum að öllum líkindum fjölgað úr 10 í 12.

Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og staðan að loknum fyrri hálfleik var 18:13. Breiðhyltingar spýttu í lófana í seinni hálfleik og lönduðu að lokum öruggum níu marka sigri.

Jón Kristinn Björgvinsson var langmarkahæstur heimamanna með 10 mörk en Arnar Jón Agnarsson var markahæstur KR-inga með 6 mörk. 

Mörk ÍR: Jón Kristinn Björgvinsson 10, Daníel Ingi Guðmundsson 4, Halldór Logi Árnason 4, Ingi Rafn Róbertsson 4 Valþór Guðrúnarson 4, Davíð Georgsson 3, Bjarni Fritzson 2, Óðinn Sigurðsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Aron Örn Ægisson 1, Eggert Sveinn Jóhannsson 1 Sigurður Óli Rúnarsson 1.

Mörk KR: Arnar Jón Agnarsson 6, Andri Berg Haraldsson 5, Bergur Elí Rúnarsson 5, Friðgeir Elí Jónasson 4, Pétur Gunnarsson 2, Sigurbjörn Markússon 2, Theodór Ingi Pálmason 1, Jóhann Gunnarsson 1, Viktor Orri Þorsteinsson 1, Björn Ingi Jónsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert