Síðasta skrefið getur reynst erfitt

Steinunn Björnsdóttir í þann mund að skora.
Steinunn Björnsdóttir í þann mund að skora. mbl.is/Golli

Fram getur á morgun tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í handbolta þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Mýrina í Garðabænum.

Framarar halda þangað með 2:0 forystu í íþróttatöskunum og þurfa því „einungis“ einn sigur til viðbótar til að verða Íslandsmeistarar.

Morgunblaðið tók púlsinn á Steinunni Björnsdóttur, lykilmanni í vörn og sókn hjá Fram, vegna leiksins. „Við höfum að sjálfsögðu fulla trú á því að við getum tryggt okkur sigurinn í þessum leik. En það getur verið hættulegt að fara í leik með 2:0 forskot. Þær mæta dýrvitlausar til leiks enda vilja þær gera allt til að koma í veg fyrir að við verðum meistarar á þeirra heimavelli. Að sama skapi viljum við gjarnan hefna okkar eftir að þær fögnuðu sigri í deildakeppninni á okkar heimavelli,“ sagði Steinunn.

Sjá samtal við Steinunni í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert