Hvetja fólk til að mæta tímanlega

Halldór Ingi Jónasson og Ýmir Örn skiptast á skoðunum.
Halldór Ingi Jónasson og Ýmir Örn skiptast á skoðunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH-ingar hvetja fólk til að mæta tímanlega á leikinn gegn Val þegar liðin eigast við í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handknattleik á sunnudaginn.

Leikurinn er fer fram í Kaplakrika klukkan 16 á sunnudaginn en staðan í einvíginu er 2:2 þar sem allir leikirnir hafa unnist á útvelli.

Búist er við miklu fjölmenni á leikinn en íþróttahúsið í Kaplakrika rúmar um 3.000 manns og vonast FH-ingar til að fylla húsið.

Þessi sömu lið áttust við í úrslitaeinvígi árið 1993 þar sem Valsmenn höfðu betur, 3:1, og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á afmælisdegi Vals 11. maí að viðstöddum 2.800 áhorfendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert