KA fær þrjá leikmenn

Bjarki Símónarson (til vinstri) handsalar samninginn við KA.
Bjarki Símónarson (til vinstri) handsalar samninginn við KA.

Handknattleiksdeild KA hefur gengið frá samningum við þrjá leikmenn sem munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Þeir Andri Snær Stefánsson, Sigþór Gunnar Jónsson og Bjarki Símonarson skrifuðu allir undir samning við félagið í vikunni.

Andri Snær hefur verið fyrirliði Akureyri handboltafélags undanfarin ár og er hann leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Andri er uppalinn KA-maður og varð hann m.a bikarmeistari með liðinu árið 2004. 

Sigþór er fæddur árið 1998 og spilaði hann sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki síðasta vetur. Hann hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands og spilaði hann fjóra leiki á síðasta tímabili þar sem hann skoraði tvö mörk. 

Bjarki er markmaður og lék hann með Hömrunum í 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er fæddur árið 1993 og á hann fjölmarga leiki með Akureyri og Hömrunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert