Eru svo miklir naglar

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum í gær.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hélt að við værum of þreyttir til að verða bikarmeistarar, út af Evrópukeppninni, en þegar það tókst þá vissi ég að það væri eitthvað varið í þessa menn,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, við Morgunblaðið eftir að liðið varð Íslandsmeistari í handbolta karla með sigri á FH í oddaleik í Kaplakrika í gær.

„Það voru vandræði að koma þessu öllu heim og saman en þegar við unnum lið sem var kannski besta lið landsins, ÍBV, í 8-liða úrslitunum þá sá maður að það var eitthvað í gangi. Þá sá maður líka að við erum greinilega ágætir í svona stórum leikjum,“ sagði Óskar Bjarni.

<div></div><div></div><div>Óskar stýrði Val einnig síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari, árið 2007, og varð einnig meistari sem leikmaður liðsins, til að mynda þegar liðið fagnaði titlinum einnig í Kaplakrika árið 1993.</div><div></div><div><strong>Sjá allt um úrslitaleik FH og Vals í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag</strong></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert