Guðjón Valur í hörkuslag

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, er í hörðum slag um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Guðjón Valur er í þriðja sæti á markalistanum með 180 mörk. Philipp Weber úr Wetzlar er markahæstur í deildinni með 183 mörk og fast á hæla hans kemur Robert Weber, leikmaður Magdeburg, sem hefur skorað 182 mörk.

Löwen og Magdeburg eiga eftir að spila fimm leiki en Wetzlar 4 svo Guðjón á góða möguleika á að verða markakóngur deildarinnar í annað sinn.

Þeir Guðjón Valur og Alexander Petersson halda enn í vonina um að verða þýskir meistarar í ár. Löwen, sem á titil að verja, er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig en Flensburg sem hefur leikið leik meira er stigi á undan með 54. Liðin eiga eftir að mætast innbyrðis en Löwen sækir Flensburg heim um næstu helgi og það gæti orðið úrslitaleikur um meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert