Hærri tekjur en flestir halda

Arnar Freyr er umboðsmaður Arons Pálmarssonar.
Arnar Freyr er umboðsmaður Arons Pálmarssonar. Ljósmynd/Vezprém

Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður handboltamanna, telur marga þeirra sem spila handbolta á Íslandi ekki gera sér grein fyrir þeim tekjumöguleikum sem bjóðast ef þeim tekst að komast í atvinnumennsku í íþróttinni.

„Ég held að margir ungir íþróttamenn í dag flykkist í fótbolta vegna tekjumöguleika. Foreldrar ýta jafnvel íþróttafólki í þá átt. Tekjumöguleikarnir í fótbolta virðist vera vel þekkt fyrirbæri. Á sama tíma virðist fólk ekki gera sér grein fyrir því hversu miklir tekjumöguleikar eru í handbolta,“ segir Arnar.

„Ef við tökum konurnar sem dæmi þá er handboltinn líklegasti vettvangurinn fyrir þær til að vera hátt launaðar íþróttakonur í Evrópu. Bestu handboltakonurnar eru með 10-15 þúsund evrur (1,1 til 1,7 millj. ísl.kr.) útborgaðar á mánuði. Það eru mjög góð laun en ekki síst þegar þetta gerist í löndum þar sem meðallaun fólks eru um 500 evrur á mánuði.

Mín tilfinning er sú að íslenskar handboltakonur geri sér ekki grein fyrir því hversu stutt er fyrir þær í þessar upphæðir. Í Þýskalandi og Frakklandi eru mjög góð laun í handboltanum og ef við færum okkur austar þá erum við að tala um virkilegar upphæðir í kvennahandboltanum,“ benti Arnar á en eins og í öðrum boltagreinum þá eru launin hærri hjá körlunum.

Sjá ítarlegt viðtal við Arnar Frey í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert