Úrslitaleikur á sunnudag eftir háspennu

Janus Daði Smárason í treyju Aalborg.
Janus Daði Smárason í treyju Aalborg. Ljósmynd/http://aalborghaandbold.dk

Háspenna var í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í handknattleik þar sem Íslendingaliðin Aalborg og Skjern áttust við í dag. Lokatölur urðu 26:26 þar sem norska stórskyttan Sander Sagosen kom lærisveinum Arons Kristjánssonar hjá Aalborg til bjargar sjö sekúndum fyrir leikslok.

Aalborg var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11, en slapp svo með skrekkinn í lokin eins og fyrr segir. Sagosen var markahæstur hjá Aalborg með 8 mörk eins og Patrick Wiesmach en Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk. Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson komust ekki á blað, ekki frekar en Tandri Már Konráðsson hjá Skjern.

Þrátt fyrir jafnteflið var ekki framlengt og því er það þannig að liðið sem vinnur næsta leik á sunnudag stendur uppi sem danskur meistari. Verði aftur jafntefli þar ráðast úrslitin í oddaleik í Álaborg á þriðjudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert