Kristianstad meistari þriðja árið í röð

Ólafur Andrés Guðmundsson varð meistari í dag.
Ólafur Andrés Guðmundsson varð meistari í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslendingalið Kristianstad í sænska karlahandboltanum varð í dag meistari þar í landi þriðja árið í röð en liðið lagði Alingsås 31:25 í úrslitaleik um titilinn. Leikurinn fór fram í Malmö Arena.

Þrír íslenskir landsliðsmenn léku í sigrinum í dag þar sem sjö íslensk mörk litu dagsins ljós. Ólafur Guðmundsson var atkvæðamikill að vanda og skoraði fjögur mörk, Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað markaskorara.

Um fyrsta titilinn er að ræða hjá Arnari og Gunnari Steini með Kristianstad en annan titilinn hjá Ólafi með liðinu eftir að hann samdi við liðið í annað skiptið árið 2015 en hann lék einnig með liðinu 2012-14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert